Svanirnir
Título

Svanirnir

Descripción
Í fjarlægu landi búa tólf systkin, ellefu bræður og ein systir. Börnin eru konungborin og lifa lífi sínu eftir því, þar til þau verða fyrir því óláni að faðir þeirra kvongast á ný. Nýja drottningin er reglulegt galdraflagð. Dótturina sendir hún í burtu úr höllinni en á synina leggur hún þau álög að þeir breytist í svani á björtum degi og megi einungis öðlast sitt mennska form er sól hnígur til viðar. Þegar systirin, Elísa, er orðin fimmtán ára hittir hún bræður sína á ný og verður vísari um örlög þeirra. Hún sver þess dýran eið að rifta álögunum sama hvað það kosti. Henni vitjast lausn í draumi, en sú er ekki þrautalaus og fleiri steinar eiga eftir að verða í götu hennar. Þýðandi er Steingrímur Thorsteinsson. -
On public lists of these users
This audiobook is not on any list yet.
Detalles del producto
Editorial:
Título:
Svanirnir
narrado por:
Idioma:
IS
ISBN Audio:
9788726238303
Fecha de publicación:
1 de enero de 2020
Duración
47 min
Tipo de producto
AUDIO
Explicit:
No
Audio drama:
No
Unabridged:
Sobre el autor:
H.C. Andersen (1805-1875) er eitt þekktasta skáld Danmerkur. Eftir hann liggja á fjórða þúsund ævintýra sem þýdd hafa verið á meira en 125 tungumál. "Svanirnir" er fallegt ævintýri um systkinakærleik, sem um leið blandar saman mörgum þekktum ævintýraminnum. Sagan inniheldur aukinheldur ýmsar vísanir, sem útskýrðar eru á vandvirknislegan máta í neðanmálsgreinum.